Þjónustan
Bílahjálp sími 800 9000 við erum alltaf við símann allan sólarhringinn allan ársins hring.
Ýmislegt getur komið upp á sem veldur því að ökuferðin endar snögglega, eða hreinlega að ekki er hægt að komast af stað. Vandamálin eru af ýmsum toga, en sum algengari en önnur, t.d. eldsneytisleysi, rafmagnsleysi eða sprungið dekk.
Við hjá Krók – bílahjálp reynum að greina vandamálið og leysa það í gegnum símann, t.d. með því að benda á einhverja í nágrenninu sem geta aðstoðað. Annars eru sérhæfðir þjónustuaðilar sendir á staðinn sem reyna að leysa málið á staðnum eða ökutækið hreinlega flutt á viðgerðarstað að ósk viðskiptavinar.
Þjónustan er í boði allan sólarhringinn, alla daga ársins. Ökutæki eru þjónustuð á og við opinbera vegi á Íslandi sem ætlaðir eru almenningi til frjálsrar umferðar og eru opnir (og færir), þ.e. stofnvegi, tengivegi, sveitarfélagsvegi, héraðsvegi, landsvegi, stofnvegi um hálendi og einkavegi, sbr. vegalög nr 80/2007.