Gæðastefna Króks lýsir áherslu stjórnar fyrirtækisins á gæði þjónustu og að gæðin séu í samræmi við væntingar viðskiptavina. Stjórnin er meðvituð um að gæðamál eru stöðugt á dagskrá og vanda þarf til verka við úrlausn þeirra. Fagleg vinnubrögð eru lykillinn að árangri og því er þessi gæðastefna sett. Innleiðing og framkvæmd stefnunnar er mikilvæg til að fullvissa starfsmenn Króks og viðskiptavini um áherslur í gæðamálum. Stjórn fyrirtækisins hefur samþykkt og styður við framkvæmd þessarar stefnu.

Tilgangur

Stefna þessi tekur til allra þeirra sem starfa hjá Króki ehf. Allir starfsmenn félagsins og samningsbundnir viðskiptavinir bera ábyrgð á framkvæmd þessarar stefnu.

Markmið

Það er markmið Króks að þjónusta fyrirtækisins uppfylli ávallt kröfur og væntingar viðskiptavina um fagleg vinnubrögð. Það er ennfremur markmið Króks að vera leiðandi á þeim sviðum sem fyrirtækið starfar á. Það er því stefna Króks að:

 1. Tryggja að fyrirtækið skili umsamdri þjónustu á umsömdum tíma.
 2. Veita viðskiptavinum góða og faglega þjónustu sem byggir á heilindum starfsmanna og gagnkvæmu trausti milli aðila.
 3. Gæta hagkvæmni í starfsemi þannig að rekstur Króks skili viðskiptavinum hámarksþjónustu fyrir umsamdar greiðslur, starfsfólki sanngjörnum launum og hluthöfum afkomu til áframhaldandi uppbyggingar fyrirtækisins.
 4. Beita gæðastjórnunaraðferðum þar sem allir starfsmenn taka virkan þátt í að vinna stöðugt að endurbótum.
 5. Veita starfsmönnum gott vinnuumhverfi og hvatningu í starfi.
 6. Viðhalda og efla fagþekkingu starfsmanna
 7. Fylgja lögum, reglugerðum og reglum sem lúta að rekstri Króks sem kunna að eiga við starfsemi fyrirtækisins.
 8.  Að fylgja öllum samningum sem Krókur er aðili að og varða gæðamál á einhvern hátt.

Leiðir að markmiðum

Leiðir Króks að ofangreindum markmiðum eru að:

 1. Skipulagshandbók með verklagsreglum og verkferlum þar sem tekið er á gæðamálum verði viðhaldið og fylgt.
 2. Allir starfsmenn Króks fylgi skipulagshandbók og öllum öðrum fyrirmælum stjórnenda Króks.
 3. Allir starfsmenn Króks og dótturfélaga fái þjálfun og fræðslu varðandi gæðamál og ábyrgð þeirra hvað gæðamál varðar.

Ábyrgð

Ábyrgð við framkvæmd og viðhald gæðastefnu skiptist á eftirfarandi hátt:

 1. Stjórn Króks ber ábyrgð á gæðastefnu þessari og endurskoðar hana reglulega.
 2. Gæðastjóri Króks ber ábyrgð á framkvæmd þessarar gæðastefnu með því að beita viðeigandi stöðlum og vinnuferlum.
 3. Allir starfsmenn Króks bera ábyrgð á að fylgt sé þeim vinnuferlum sem tryggja eiga framkvæmd gæðastefnunnar. Samstarfsaðilar, verktakar og birgjar bera ábyrgð að að samningsbundnum vinnuferlum sem tryggja eiga framkvæmd gæðastefnunnar sé fylgt.
 4. Allir starfsmenn Króks bera ábyrgð á að tilkynna frávik og galla sem varða afhendingu vöru og þjónustu eða vætingar viðskiptavina.

Endurskoðun

Þessi stefna er endurskoðuð árlega og oftar ef þörf krefur til að tryggja að hún samrýmist markmiðum með rekstri Króks.