Um Krók

Um Krók

Krókur er leiðandi aðili í flutningum og björgun ökutækja á Íslandi. Félagið rekur einnig þjónustumiðstöð fyrir tjónaökutæki þar sem veitt er ahliða þjónusta í meðhöndlun tjónabifreiða og annarra bifreiða samkvæmt óskum viðskiptavina.

Þjónusta Króks er í boði allan sólarhringinn alla daga ársins og þjónustusími félagsins 522-4600 er alltaf opinn.

Starfsmenn Króks eru 16 talsins og hafa mikla reynslu af björgun og meðhöndlun ökutækja. Krókur hefur yfir að búa öflugum bíla- og tækjabúnaði til að sinna þörfum viðskiptavina sinna bæði stórum og smáum. Þjónustumiðstöð Króks er að Vesturhrauni 5 í Garðabæ og er vel staðsett miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu.

Húsnæðið er rúmgott og rúmar umtalsverðan fjölda bíla auk þess sem útisvæði félagsins býður upp á mikla möguleika. Húsnæði félagsins er skipt niður í nokkra sali þannig að aðgengi viðskiptavina er til fyrirmyndar og aðgreing milli verkþátta í starfssemi félagsins er tryggð.

Hlutverk og framtíðarsýn
  • Hlutverk Króks er að aðstoða viðskiptavini við lausn vandamála.
  • Krókur ætlar að vera fyrsti kostur í bílaflutningum og bílabjörgun á Íslandi.
  • Krókur ætlar að halda stöðu sinni sem leiðandi þjónustuaðili tryggingafélaga og fjármögnunarfyrirtækja vegna tjóna og fullnustueigna.
  • Krókur mun áfram vera leiðandi á Íslandi í sölu bifreiða, véla, tækja og lausafjármuna í gegnum uppboðsvef Bílauppboðs.
  • Öryggi og áreiðanleiki eiga að vera í fyrirrúmi í starfssemi félagsins þannig að viðskiptavinir geti treyst Króki.
  • Krókur hefur á að skipa hæfu og ánægðu starfsfólki sem hefur ánægju af því að aðstoða fólk.
  • Gildi Króks eru: Áreiðanleiki, Tryggð og Heiðarleiki.

Krókur ehf. veitir þjónustu til tryggingafélaga, fjármögnunarfyrirtækja og annara á sviði bílaflutninga, bílabjörgunar, geymslu bifreiða, matsskoðana og sölu bifreiða. Þjónustan er veitt undir vörumerkinu Krókur sem er samheiti fyrir ofangreinda þjónustu til fyrirtækja og einstaklinga. Krókur sinnir bílasölu í gegnum www.bilauppbod.is.

Fyrirtækjaupplýsingar:

Krókur ehf.
Vesturhrauni 5, 210 Garðabæ
kt: 700109-0380
Vsk.nr. 100505

Félagið er skráð í hlutafélagaskrá. Félagið hefur leyfi til að reka verslun eða umboðssölu með notuð ökutæki í umdæmi sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Fyrirsvarsmaður er Rúnar Freyr Sveinsson kt: 171091-2929

Auglýsingar

Bilauppbod.is er einn mest sótti uppboðsvefur landsins og vikulega eru heimsóknir um 35.000. Vefurinn er stórgóð leið til þess að auglýsa varahluti og annað sem tengist því sem boðið er upp á www.bilauppbod.is. Nánari upplýsingar um auglýsingaverð og fleira er hægt að fá í gegnum krokur@krokur.is eða í síma 522-4610.

Staðsetning

Krókur er til húsa að Vesturhraun 5 í Garðabæ.